Meðferð upplýsinga

Skilmálar okkuar og reglur.

UpplýsingamiðstöðÍslands annast rekstur FirmaskrárÍslands og er á engan hátt huti af opinberri þjónustu. 
Notendur eru hvattir til að kynna sér hvað fellst í skilmálum okkar og reglum. 
Við notkun á upplýsingum Firmaskrár Íslands, sem meðal annars fellst í að fara inn á vefsetur okkar, www.firmaskra.is, eða um krækjur sem
vísa inná vefsetrið, er litið svo á að notandinn samþykki skilmála okkar og reglur.

Þjónusta Firmaskrár Íslands

Upplýsingamiðlun okkar á Internetinu lýtur fyrst og fremst að upplýsingum um fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem stunda rekstur. Í þjónustu Firmaskrár Íslands felst miðlun upplýsinga sem við höfum safnað í samvinnu við þau fyrirtæki sem látið hafa okkur þær í té eða unnið upp úr opinberum gögnum. Þessar upplýsingar ná ma til vöru og þjónustu sem í boði er. Við áskiljum okkur rétt til að viðhalda þessum upplýsingum, breyta eða fella út. Einnig áskiljum við okkur rétt til að nota cookies til að auðvelda notkun Firmaskrár Íslands þar sem það á við.

Ábyrgð

Þeir sem nota upplýsingar úr Firmaskrá Íslands gera það alfarið á eigin ábyrgð. Ekki er tekin nein ábyrgð á misnotkun þeirra og eins verður Firmaskrá Íslands ekki gerð ábyrg fyrir óþægindum sem kunna að leiða af upplýsingum sem ekki eru réttar. 
Slíkar upplýsingar eru leiðréttar jafnskjótt og vitneskja þar um berst okkur og eru síkar upplýsingar eru ætíð vel þegnar.
Firmaskrá Íslands safnar upplýsingum með notkun eyðublaða, prófarka og viðtölum. Einnig er stuðst við opinberar skrár sem heimilt er að nota.
Með tilliti til eðli gagnvirkrar þjónustu þá getum við með engu móti ábyrgst að ekki kunni að koma upp hindranir í aðgangi að Firmaskrá Íslands vegna tæknilegra truflana á Internetinu, í netkerfum eða þeim öðrum þeim búnaði sem þjónustan byggir á.
Firmaskrá Íslands ber enga ábyrgð á því efni sem birtist þegar smellt er á krækjur sem leiða notendur á vefsíður sem aðrir eiga eða reka. Ekki er nein ábyrgð tekin á því að slíkar síður sé ætíð aðgengilegar.
Firmaskrá Íslands verður ekki undir neinum kringumstæðum gerð ábyrg fyrir tjóni sem notendur telja sig verða fyrir vegna rangra eða villandi upplýsinga sem sóttar hafa verið í Firmaskrá Íslands eða með misnotkun á þeim

Um upplýsingar sem eru birtar
Mismiklar upplýsingar eru á skrá um einstök fyrirtæki.  Stöðugt er bætt inn nýjum upplýsingum og leiðréttum. Við hvetjum því þá sem vilja koma á framfæri við okkur leiðréttingum að smella á Senda upplýsingar á hnappastikunni hér fyrir ofan.
Firamskrá Íslands áskilur sér allan rétt varðandi birtingu upplýsinga og hafnar þeim sem að mati ritstjórnar eru ekki viðeigandi.

Eignarhald

Firmaskrá Íslands er eigandi upplýsinga sem fletta má upp á www.firmaskra.is. Notendum er heimilt að nýta sér þær í viðskiptalegum tilgangi og prenta þær út en ekki er heimilt að nota þær til að búa til markhópa eða lista. Notendum er óheimilt að selja upplýsingar sem þeir fletta upp í Firmaskrá Íslands.

Meðferð persónuupplýsinga

Engar persónuupplýsingar er að finna í Firmaskrá Íslands aðrar en þær sem okkur hafa verið látnar í té, eða hafa fylgt með opinberum skrám sem við notum til að viðhalda Firmaskrá Íslands. Slíkar upplýsingar ná í flestum tilvikum ekki til annars en nafna einstaklinga því kennitölur einstaklinga eru ekki birtar í Firmaskrá Íslands.  Netföng, símanúmer og aðrar slíkar upplýsingar sem tengjast beint einstaklingum eru fengnar hjá viðkomandi fyrirtæki eða einstaklingi eða fylgt með opinberum upplýsingum, sem nýttar eru til að viðhalda Firmaskrá Íslands og eru þær eingöngu ætlaðar viðskiptavinum viðkomandi aðila. Hver sá sem ekki vill að slíkar upplýsingar séu birtar í Firmaskrá Íslands eða vill koma leiðréttingum á framfæri er hvattur til að setja sig í samband við okkur svo unnt sé að koma leiðréttingum að.

Upplýsingum um einstaka notendur Firmaskrár Íslands er ekki safnað né haldið til haga enda hvergi að finna í okkar kerfum nein tilmæli til notenda að þeir gefi upp nafn sitt eða aðrar persónu upplýsingar þó sjálfsagt sé þegar þeir senda inn ábendingar um leiðréttingar eða annað það sem betur má fara að nafn og netfang og helst símanúmer og staða innan fyrirtækis fylgi með svo unnt sé að bregðast við beiðninni á eðlilegan hátt og fá hana staðfesta. Persónuupplýsingar sem þannig berast okkur eru ekki skráðar í Firmaskrá Íslands en þó er áskilinn réttur til að nota þær til að unnt sé að kalla eftir frekari upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Við hvetjum alla sem telja sig hafa ástæðu til að setja sig í samband við okkur sé eitthvað ekki nægilega vel tilgreint í textanum hér að framan og eins þá sem vilja koma á framfæri nýjum upplýsingum eða ábendingum um leiðréttingar eða viðbætur